Norski kylfingurinn Marius Thorp, sem er 17 ára, er í 11. sæti fyrir lokahringinn á Junior Orange Bowl International Golf Championship sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Í mótinu taka þátt bestu ungu kylfingarnir frá um 30 þjóðum. Thorp, sem varð Evrópumeistari áhugamanna fyrstur Norðmanna sl. sumar, lék þriðja hringinn í gær á 73 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum og annan á 71 höggi og er því samtals á pari vallar.

Thorp sem er frá Bærum í Noregi hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu og keppti m.a. á Norðurlandamótinu í Ósló og sigraði í sínum flokki og setti þá einnig vallarmet á Haugar-vellinum. Hann er yngsti meðlimur norska landsliðsins.

Enski kylfingurinn Ben Park er í efsta sæti mótsins í Flórída á samtals 12 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 63 höggum, annan á 67 höggum og þriðja á 71 höggi. Næstur honum kemur Rickie Fowler frá Bandaríkjunum, sex höggum á eftir. Leikið er á Biltmore Hótel-vellinum í Flórída.

Meðal þeirra sem hafa sigrað í þessu alþjóðlega móti eru: Nick Price, Tiger Woods, Sergio Garcia, Marc Calcavecchia, Annika Sörenstam, Grace Park, Paula Creamer og Tracy Kerdyk.

Staða efstu kylfinga í drengjaflokki:
Ben Parker (Englandi) 63 67 71 = 201
Rickie Fowler (Bandar.) 73 66 68 = 207
Mu Hu (Kína) 71 70 67 = 208
Peter Uihlein (Bandar.) 68 72 68 = 208
Federico Colombo (Ítalíu) 68 68 73 = 209
Andreas Echawarria (Kolumbíu) 67 72 71 = 210
Bobby Hudson (Bandar.) 65 69 76 = 210
Andrea Pavin (Ítalíu) 71 69 72 = 212
Luciano Giometti (Argentínu) 70 68 74 = 212
Carlos Goya (Argentínu) 69 68 75 = 212
Cedric Scotto (Frakklandi) 73 71 69 = 213
Steven Capper (Englandi) 67 74 72 = 213
Marius Thorp (Noregi) 71 69 73 = 213
Brian Kim (Bandar.) 70 70 73 = 213
Sandro Piaget (Sviss) 71 68 74 = 213