Golfþing hófst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík í morgun, en þar sitja 109 fulltrúar. Júlíus Rafnsson, forseti GSÍ, flutti skýrslu stjórnar við upphafi þingsins og lauk máli sínu með því að segja þingheimi, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hefur verið forseti sl. fjögur ár og setið í stjórn GSÍ í samtals sjö ár. Eftir að Júlíus hafði flutt skýrslu stjórnar hvað Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sér hljóðs og sæmdi Júlíus gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Jón Ásgeir Eyjólfsson, fyrrum formaður Nesklúbbsins, er sá eini sem hefur lýst yfir framboði til forsetakjörs Golfsambandsins. Stjórnarkjör fer fram síðar í dag.