Tiger Woods lék fyrsta hringinn á Dunlop Phoenix mótinu í Japan í morgun á 65 höggum, eða 5 höggum undir pari. Það dugði ekki til að verma efsta sætið því landi hans, David Duval, lék á einu höggi betur og er í efsta sæti. Duval hefur ekki riðið feitum hesti frá mótum undanfarin ár og því kemur þessi frammistaða hans í Japan nokkuð á óvart.

Tiger hóf leik á 10. teig og fékk fugl og bætti síðan fimm fuglum við, en fékk einn skolla á Phoenix-vellinum sem er par-70. „Ég er mjög ánægður með hringinn. Ég var að slá mun betur en ég hef verið að gera síðustu tvær vikurnar,“ sagði Tiger.

Duval, sem einnig hóf leik á 10. teig, fékk fjóra fugla í röð og samtals sjö fugla á hringnum og einn skolla, lék á 64 höggum. „Ég lék vel. Ég hef verið að spila gott golf undanfarnar vikur, en hef ekki verið að skora vel fyrr en nú. Ég hef ekki verið að spila vel síðustu ár, en hef æft mjög markvisst og vonandi er það fari að skila sér. Það er gaman að byrja mót með þessum hætti, það er orðið ansi langt síðan ég hef verið í þessari stöðu,“ sagði Duval, sem var efstur á heimslistanum 1998 og hefur unnið 13 PGA-mót á ferlinum.

Jim Furyk lék á 67 höggum eins og Japaninn Tomohiro Kondo og deila þeir þriðja sæti.

Heimildir kylfingur.is