Enskir kylfingar voru í sérflokki á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina sem lauk á San Roque-vellinum á Spáni í dag. Þeir voru í sex af átta efstu sætunum og röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Tom Whitehouse sigraði á samtals 13 höggum undir pari, Robert Rock varð annar á 11 höggum undir pari og David Griffiths í þriðja sæti á 7 höggum undir pari.

Leiknir voru sex hringir og náðu aðeins átta keppendur að leika undir pari. 33 efstu kylfingarnir tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tók þátt í mótinu en féll úr keppni eftir fjórða hring á sunnudag, en þá var keppendum fækkað niður í 84. Hann vantaði 3 högg upp á komast í gegnum niðurskurðinn.