Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék illa á þriðja hring á lokaúrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á San Rouqe-vellinum á Spáni í dag og á nú veika von um að komast í gegnum niðurskuðrinn eftir fjórða hringinn á morgun. Hann lék á 78 höggum og er samtals á 11 höggum yfir pari og er í 116. – 122. sæti af 153 keppendum.

Birgir lék 5. holuna á 8 höggum í dag, eða 3 höggum yfir pari. Þá fékk hann einnig 4 skolla og einn fugl. Hann er fimm höggum frá 75. sæti og verður að eiga draumahring á morgun ætli hann sér að fá tækifæri til að leika tvo síðustu hringina á mánudag og þriðjudag.

Englendingar eru í þremur efstu sætunum; Tom Whitehouse hefur leikið á samtals 8 höggum undir pari, David Griffiths er á 7 höggum undir pari og Robert Rock er í þriðja sæti á 6 höggum undir pari.

Heimildir kylfingur.is