Golf Hérna sést Love með Players bikarinn. Hann hefur ríka ástæðu til að brosa því að hans sögn og var lokahringurinn besti hringur hans á ferlinum. Það var slæmt veður, mjög hvasst, en samt kom hann inn á 64. Fred Couples sem lék með Love sagði að hann hefði aldrei orðið vitni að jafn góðri spilamennsku. Nú hefur Love unnið 16 mót á ferlinum og flestir segja að hann eigi nóg eftir.
——————-