Golf Ernie Els frá Suður-Afríku byrjar nýja árið vel á bandarísku mótaröðinni í golfi en hann setti met á Kapalua, Hawaii í gær þegar hann lék fjóra hringi Mercedes-meistaramótsins samtals á 31 höggi undir pari. Els lék fyrstu þrjá hringina á 25 höggum undir pari, sem einnig er met, og lék síðasta hringinn í gær á 6 höggum undir pari. Gamla metið átti Joe Durant, en hann fyrstu 72 holurnar í 90 holu móti á 29 höggum fyrir tveimur árum. Þetta er ellefti sigur Els á bandarísku mótaröðinni. Hann fékk fimm fugla á síðustu sjö holunum.