Á síðum Golf.is er að finna enn eina neikvæðu umfjöllunina um sjónvarpsmálin. Svo vill til að Sjónvarpið er talið sýna óeðlilega lítið frá Ryder keppninni þetta árið en í raun og veru sýna þeir 22 af 26 tímum (skv heimildum af golf.is) Reyndar finnst mér það ögn fyndið hvernig Logi Bergmann Eiðsson sendir fólkinu tóninn með ummælum sínum, enda er ekkert óeðlilegt að það vanti örfáa tíma á útsendinguna svo lengi sem þeir sýni háspennutímana sem oftar en ekki eru seinnipart dags. Gott mál hjá RÚV gott mál hjá Loga
Góða skemmtun
Quadro