Þá er landsmótinu lokið og voru það Sigurpáll Geir Sveinsson og Ólöf María Jónsdóttir sem báru sigur úr býtum í einhverju skemmtilegasta landsmóti í manna minnum. Það var Júlíus Hallgrímsson sem háði harða baráttu við Sigurpál síðasta daginn en mátti játa sig sigraðan er hann fékk tvöfaldan skolla á 71. holu mótsins. Ólöf María setti vallarmet á 72 holunum og bætti þar með met Karenar Sævarsdóttur, en það var ekki einu vallarmetin sem litu dagsins ljós á Frábærum Strandarvelli um helgina, Herborg Ólafsdóttir setti vallarmet á bláum teigum er hún spilaði á 68 höggum og Ómar Halldórsson bætti met Birgis Leifs og Arnar Ævars er hann kom inn á 64 höggum eða 6 undir pari. Allt í allt frábært mót og frábær skemmtun fyrir alla kylfinga sem fylgdust með mótinu um helgina