Íslandsmeistarinn Örn Ævar Hjartarson er með forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í höggleik, en hann gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmetið á Strandarvelli sem er 66 högg eða 4 undir pari. Hann fékk sex bördí og tvö bógí.

Í öðru sæti er Tryggvi Traustason úr GSE á 3 undir pari, en hann byrjaði mjög vel og spilaði fyrstu sjö holurnar á 5 undir en endaði á 3 undir.

Haraldur Heimis er á 2 undir….. Bjöggi Sigurbergs er á 1 yfir eins og Ólafur Már Sigurðsson…… Sigurpáll er á 2 undir……. Helgi Birkir er á 1 undir…… Helgi Dan er á 6 yfir og Ottó Sigurðsson er á 2 undir.

það var eitt vallarmet slegið í dag en það gerði Ólöf María Jónsdóttir en hún spilaði á 69 höggum eða 1 undir pari. Hún var með 4 bördí og 3 bógí.

í öðru sæti í kvennaflokki er Herborg Arnardóttir á 1 yfir….. svo er nokkuð langt í Þórdísi Geirsdóttur en hún er á 6 yfir.
Þegar þetta er skrifað eiga nokkrir eftir að koma inn en það eru engir sem eru á betra skori en 4 undir….. en það sem kemur mér mest á óvart er það hvað sum skorin eru ótrúlega léleg til dæmis er versta skorið í kvennaflokki 95 og það versta sem komið er inn í karlaflokki er 89 og enn eiga um 20 gaurar eftir að koma inn. Ég skil það að fólk getur átt vonda daga en er 19 yfir pari ekki aðeins of mikið….. og þetta er ekki bara einn gaur heldur eru svona 10- 15 menn á 83 - 89 höggum.

Endilega commentið ykkur eins og þið viljið um þetta.
ég er ekki bara líffæri