Ég hef aðeins verið uppá velli síðastliðna daga( er í NK) og hef tekið eftir því að miklar skemmdir eru á vellinum, þ.e. mikið af kalblettum og dauðu grasi. Er það kanski vegna þessa kuldakasts sem kom í endan á apríl eða hefur þetta verið kaldur og lélegur vetur fyrir íslenska golfvelli. Ég hef smat heyrt að aðrir vellir séu búnir að opna brautir og flatir og hægt sé að spila á þeim t.d. völlur GKJ og GK.

Er þetta bull eða er þetta satt því þá ætla ég að skipta um klúbb:)
ég er ekki bara líffæri