Here's the case.. fyrir ca. 5 árum helltist yfir mig golfdella, ég splæsti í lítið byrjandasett sem að ég gat notað í einhver tvö ár. En áhuginn dofnaði smám saman en nú helltist hann aftur yfir mig. Gamla byrjendasettið er orðið alltof lítið fyrir mig og ég er þar með settlaus. Ég hef fengið sett á leigu þegar ég fer og spila en hef ákveðið að nú sé komið nóg af svoleiðis gaufi og ætla bara að fá mér sett.

Þ.a. mig vantar eftirfarandi

- Poka (helst með standi)
- Járnasett (eða a.m.k. 3-4-5-6-8-P-L-S)
- 3 tré (Driver og 5tré mega vera með en eru ekkert must)
- Og bara voða plain pútter, ekkert fancy stuff.

Það sem ég er tilbúinn að borga fyrir þetta er ca. 70000. Ekki mikið meira en það.

Þannig að spurningin er.. vitið þið um einhvern sem á þetta stuff og er tilbúinn að selja mér eða ef mér dytti nú í hug að fara bara út í búð og fá mér, hvernig gerð af setti mynduð þið mæla með?

Og ef einhverjum dytti í hug að svara mér, væri sá hinn sami til í að reyna að halda textanum á eins miklu mannamáli og hann getur. Ekki mikið af einhverjum hugtökum/nöfnum sem ég kannast ekki við… like “hybrid”…