Laugardaginn 30. júní keppti ég í Grafarholtinu á Opna Flugfélag Íslands mótinu. Ég æfði mig þar fyrir hringinn á púttsvæðinu rétt fyrir neðan golfskálan og sá síðan pútterinn minn aldrei eftir það. Brá heldur betur þegar ég kom á 1. grínið og enginn pútter í töskunni. Því púttaði ég allan hringinn með sand wedge og spilaði þrátt fyrir það frábærlega að mínu mati og endaði í 19. sæti með 35 punkta (14. í mínum fgj flokki)

Fyrst ég var svo óheppinn að honum hefur greinilega verið stolið, þá vantar mér nýjan pútter. Helst e-n sem maður kaupir í búðum. Nú spyr ég ykkur kæru hugarar, hvernig pútter mælið þið með? Ég vill helst ekki fá svona “Typical” pútter sem fylgja vanalega með golfsettum, s.s. svona pútterar með enga breidd á þeim, bara lengdina sem þarf á pútterana, æ kann ekki að útskýra, en dæmi um þann pútter er mynd af hér

Vill helst hafa þá örlítið þykkari, ég var orðinn svo vanur mínum að mér gengur ekkert með hinsegin pútterum hehe :P

En hvernig pútterum mælið þið með? Helst eins ódýra og góða sem mögulegt.