Vegna óvirknis á áhugamálinu hef ég ákveðið að koma með þráð og reyna að lífga við :) Reynum nú að vera duglegri að skrifa hér inn! Það eru mun fleiri með golfáhugamálið ofarlega á sínum lista en hugarar eru að sýna! :D

Til að koma okkur af stað, hver er ykkar uppáhaldsvöllur? Litli Völlurinn á Korpúlfsstöðum er mér ofarlega í huga, stuttur 9 holu völlur en núna finnst mér orðið leiðinlegra að spila hann þar sem hann er orðinn eiginlega of auðveldur fyrir mig. Fínasti völlur fyrir byrjendur.

Annars finnst mér völlurinn í Borgarnesi ágætur, hef lítið spilað minn heimavöll eða Grafarholtið en hef alltaf spilað með eitt afmínu besta golfi þar, því finnst mér það mjög skemmtilegur völlur þar sem ég oftast til með að spila mjög vel þar! :D Svo er líka völlurinn í Húsafelli mér ofarlega í huga, ekki stuttur og ekki langur 9 holu völlur, mæli með því að taka settið með og tjaldið, fara í Húsafell, tjalda á tjaldstæðinu og taka golf þar! :D