Golfþingi lauk á Ásvöllum Hafnarfirði síðdegis á laugardag. Júlíus Rafnsson var kjörinn forseti Golfsambands Íslands og tekur hann við af Gunnari Bragasyni, sem gaf ekki kost á sér áfram. Júlíus hefur verið í stjórn GSÍ undanfarin þrjú ár.
Um leið og Gunnari eru þökkuð vel unnin störf í þágu golfíþróttarinnar undanfarin ár er Júlíusi óskað velfarnaðar í starfi forseta GSÍ.

Á þinginu var m.a. samþykkt að gefa mótstjórnum móta á vegum GSÍ meira vægi, þ.á.m. vald til að ákveða rásröð keppenda, en það var áður bundið í reglugerðir.
Þá var innganga Golfklúbbs Seyðisfjarðar í GSÍ samþykkt.