Vífilsstaðavöllur (GKG) er golfvöllurinn sem ég hef spilað síðustu 4 sumur eða síðan ég byrjaði í golfi. Völlurinn er ekki sá skemmtilegasti sem ég hef spilað en mig langar að segja frá honum aðeins. Allar vegalengdir eru frá gulum teig.

1.braut: Par 4 ca. 350 metrar en það er stór brekka niður í móti.
2.braut: Par 3 ca. 150 metrar.
3.braut: Par 5 ca. 390 metrar og er öll upp í móti.
4.braut: Par 3 ca. 130 metrar. Fyrstu 70 metrarnir eru steinar og mold.
5.braut: Par 5 ca. 430 metrar.
6.braut: Par 4 ca. 370 metrar og er með MÖRGUM hindrunum. Erfiðasta braut vallarins.
7.braut: Par 5 ca. 450 metrar. Skurður og steinar á miðri braut.
8.braut: Par 3 ca. 120 metrar. Léttasta braut vallarins
9.braut: Par 4 ca. 300 metrar og er öll upp í móti.
10.braut: Par 3 ca. 180 metrar. Ef boltinn fer til vinstri er pottþétt að hann fer út á veg
11.braut: Par 3 ca. 110 metrar. Skurður og 2 djúpar glompur nálægt gríninu.
12.braut: Par 4 ca. 300 metrar. Skurður rétt fyrir framan grínið.
13.braut: Par 5 ca. 500 metrar. Leiðinlegasta braut vallarins að mínu mati.
14.braut: Par 4 ca. 270 metrar. Vötn allt í kringum brautina.
15.braut: Par 4 ca. 330 metrar.
16.braut: Par 3 ca. 150 metrar. Skurður til vinstri.
17.braut: Par 4 ca. 250 metrar. Að mínu mati skemmtilegast brautin.
18.braut: Par 5 ca. 450 metrar.

Það sem einkennir Vífilstaðavöll er að sjálfsögðu allir skurðirnir sem ég myndi ekki einu sinni nenna að telja.