Eins og margir hafa tekið eftir var framkvæmd nýafstaðins landsmóts í lausu lofti. Á sunnudag barst svo formleg kæra til mótsnefndar þar sem farið var fram á ógildingu mótsins á þeim forsendum að reglugerð golfsambandsins hafi verið brotin á 3 vegu. Hægt er að finna einstaka þætti á spjalli golf.is.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig tekið verður á þessu máli í ljósi þess að Sýn virðist hafa átt nánast allan þátt í að reglurnar voru brotnar, svo að útsendingar þeirra kæmust betur til skila.