Ég var að horfa á videó upptöku af því þegar Tiger átti eitt magnaðasta golf högg veraldar á Masters 2005. Chippið hjá honum á 16.holu þegar boltinn lenti langt fyrir ofan holu og rann svo hægt að holunni og datt niður á endanum eftir hik. Þetta brot hefur verið notað í mörgum auglýsingum síðan. En svo rann upp fyrir mér minningarbrot af öðru höggi sem hann átti á stórmóti á þessu ári. Þá var hann fyrir utan flötina í dálitlum karga að mig minnir, hann tók 60 gráðu wedginn að minn minnir og lyfti boltanum hátt upp og hann lenti og stoppaði rétt hjá holunni. Þetta var geðveikt högg og talað um í marga daga. Man einhver hvaða mót þetta var? Mig langar svo að nálgast videó-clippuna af þessu.