Hérna fyrir neðan kemur orðasafn kylfingsins.

Ace: Ás (fara holu einu í höggi).




Albatros: Þrjú högg undir pari á holu (t.d. ef par-5 hola er farin á tveimur höggum).



Backspin: Bakspurni.



Backswing: Baksveifla.



Ball: Bolti (ekki kúla).



Birdie: Fugl (eitt par undir pari á holu).



Bogey: Skolli (eitt högg yfir pari á holu).



Bounds: Vallarmörk (Out of bounds = utan vallar).



Break: Halli eða brot (t.d. halli á flöt).



Bunker: Glompa, sandglompa. (Svæði eða reitur með sandi í til að gera leik erfiðari).



Caddie: Kylfusveinn, hjálparmaður kylfings.



Chip: Vippa (Stutt högg þar sem boltanum er lyft, og hann látinn falla inn á flötina).



Club: Klúbbur eða félag - einnig kylfa.



Cup: Hola, bikar eða mót.



Double-bogey: Tvöfaldur skolli (tvö högg yfir pari á holu).



Drive: Teighögg eða upphafshögg. (drifhögg).



Driver: Dræver, eða drífari.



Driving range: Æfingasvæði.



Eagle: Örn (tvö högg undir pari á holu).



Fade: Slæva (boltinn sveigir aðeins til hægri í lokin á löngu höggi hjá rétthentum).



Fairway: Braut (svæðið milli teigs og flatar, sem er snöggslegið og karginn í kring.



Flagstick: Flaggstöng (sem sýnir holustaðsetningu á flöt).



Fore: Alþjóðlegt aðvörunarorð í golfi, sem notað er til að vara við ef bolti virðist ætla að lenda á fólki. Hrópa skal fore (foooor!). Heyri kylfingur hrópið skal hann strax snúa baki í áttina sem það kom frá, beygja sig í kút og taka með hönum eða handleggjum yfir höfuðið.



Foregreen: Svunta við flatir.



Foursome: Fjórmenningur.



Fourball: Fjórleikur.



Forward swing: Framsveifla.



Forecaddie: Framvörður (hann fylgist með hvar boltarnir lenda eftir teighögg).



Free drop: Frídropp (slangur yfir það að láta bolta falla vítislaust.



Golfer: Kylfingur.



Green: Flöt (svæði kringum holuna, sem er sléttara og sneggra en brautirnar).



Green-keeper: Vallarstjóri.



Group: Ráshópur eða riðill.



Hazard: Torfæra (svæði eða reitur með vatni eða sandi til að gera leik erfiðari.



Hit: Slá (ekki skjóta).



Hook: Húkka (boltinn er sleginn í boga til vinstri hjá rétthentum kylfingi).



Lateral-waterhazard: Hliðarvatnstorfæra.



Line: Lína (oftast um púttlínu að ræða).



Marker: Ritari, einnig notað um flatarmerki.



Match: Leikur.



Match-play: Holukeppni.



Par: Par (sá fjöldi högga sem góður kylfingur á að leika hverja holu á eða allan völlinn.



Penalty: Víti.



Pin: Flaggstöng.



Pitch: Vippa (svipað högg og chip, nema að boltinn fer lengra og ákveðnar.



Practice green: Æfingaflöt.



Put: Pútt (þegar boltinn er sleginn að holu á flötinni).



Putter: Púttari (potari) (kylfan sem notuð er á flöt).



Refferee: Dómari.



Rough: Kargi (óræktað svæði utan brautar).



Sandwedge: Sandjárn.



Score: Skor (höggafjöldi á holu eða öllum vellinum).



Scoreboard: Skortafla.



Scorecard: Skorkort.



Semi-rough: Lúði ( næsta svæði við braut, sem er hálfslegið, þ.e. milli brautar og karga).



Slice: Slæsa eðs sneiða (boltinn er sleginn í boga til hægri).



Strike: Slá bolta (aldrei skjóta).



Swing: Sveifla.



Tee: Teigur (reiturinn þar sem upphafshöggið á hverri braut er slegið).



Tee: Tí (lítill trétittur sem boltinn er lagður á þegar upphafshöggið er slegið).



Waterhazard: Vatnstorfæra.



Wedge: Fleygjárn (járnkylfa sem notuð er til að slá stutt högg).

Takk fyrir mig.