Ég hef spilað golf töluvert lengi, en ekkert að ráði fyrr en í sumar. Hafa venjulega verið 2-3 hringir á ári, sem er alls ekki nógu gott, fór t.d. bara 1 sinni í fyrrasumar. En nú í sumar hef ég farið nokkuð oft og er farinn að velta fyrir mér þessari forgjöf. Getur maður reiknað hana út sjálfur? Eða þarf maður að skila inn skorkortum eða álíka til að fá metna forgjöf? Hvernig virkar þetta?

Er orðinn þreyttur þegar á því þegar maður hittir á golfara, þá er nánast undantekningarlaust spurt um forgjöf, og þá veit ég ekkert í minn haus.

Hjálp væri vel þegin :)