Nú var ég að fara á Bása, golfaðstöðuna, í fyrsta sinn og er þetta ekkert smá flott aðstaða.
Í dag var skítakuldi, þannig ég klæddi mig í snjóbuxur og úlpu. Þegar við komum upp eftir keyptum við 200 bolta, og fórum að slá út. Þegar ég var búinn að slá 5 bolta, var ég farinn að fækka fötum. 2° hiti en samt var ég að fara úr úlpunni og hönskunum. Það eru hitalampar þarna, og þeir gera eiginlega gæfumuninn! Svo er þetta líka á þrem hæðum, þannig það er eiginlega alltaf laus motta. Svo eru boltarnir svo ódýrir. Einnig er hægt að kaupa sér helmingi færri bolta á sama verði en fá þá að slá af sjálf-tíandi-mottum. Veit ekki alveg hvernig það virkar, en ég sá að það voru nokkrar mottur á afmörkuðu svæði þannig…… Hvet alla til að prufa þessa aðstöðu