Sælir félagar.

Ég er einn af mörgum landsmönnum sem eru að byrja í Golfi og er núna að læra hjá David Barnwell. Ég er alveg að verða Húkkt á þessu eins og maður segir. Maður bara varð að fara að koma sér af stað, maður býr nú í holtinu og er með 5 holu nánast í garðinum hjá mér :)
En nú er spurningin sú, ég er að nota eikkað gamalt úrellt sett, hvað á ég að kaupa mér til að byrja með? Ekki dýrt, bara eikkað fyrir byrjendur. Með hverju mæliði?
Bý í London og er að fara aftur út á Miðvikudagin, vitið um einhver Driving Range eða æfingaraðstöður þar?

Ef þið getið gefið mér ienhver góð ráð þá væru þau MJÖG vel þegin.

Ég reyndar fékk mína fyrstu kylfu í dag sem var 5 járn af gerðini SkyMax. Er eikkað varið í það?? Hef voða lítið vit á hvað er gott og hvað ekki reyndar, en allavegan fynnst mér þægilegt að slá með henni. Rendar fékk ég að nota Ping járn 5 í kennsluni í dag og fannst hún mjög góð.

En allavegana, endilega komiði með skoðanir og ráð ykkar.

Með kveðju
gmh
Don´t be less than you want to be!