Rétt í þessu var íslandsvinurinn Retief Goosen að vinna U.S. Open á Shinnecock Hills vellinum. Þetta var frækinn sigur hjá þeesum snjalla kylfingi. Ernie Els var með honum í holli en hann panikkaði og lék á 80 kalli. Í öðru sæti var Phil Mickelson tveimur höggum á eftir en hann þrípúttaði meterinn á 17. gríninu og missti þar með af lestinni. Það var mjög flott að sjá Goosen taka upp driverinn á 18. teig þó að hann hefði bara verið búinn að hitta 5 brautir á hringnum, sannur riffill.

Góður endir á góðu móti.