Golfklúbbur Reykjavíkur er nú að koma fyrir gervigrasteigum á báðum völlum sínum. Þetta gervigras á að vera mjög líkt “alvöru” grasi og á að hjálpa þeim við að halda teigunum þeirra í fínu formi út árið því þeir verða notaðir á vorin og haustin þegar hinir teigarnir eru blautir og viðkvæmir.

Ég verð að segja að þetta framtak hjá GR er alveg frábært. Vonandi koma gervigrasteigarnir vel út og þá munu vellirnir á Íslandi geta batnað enn frekar á næstu árum.

Þeir sem hafa spilað mikið erlendis vita að góðir teigar hafa mikið að segja og bæta upplifun manns á vellinum.<br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-