Ódýr leið til þess að lækka sig í forgjöf. Ég er að selja 7 1/2 mánaða gamla King Cobra SS. King Cobra merkið er þekkt merki og í eigu Titleist.

Þessi kylfa er hreint frábær fyrir þá sem eru með 10 eða meira í forgjöf, því hún lengir höggin þín mjög mikið, þau verða beinni og betri í alla staði, svo dæmi séu tekin þá hef ég lengt mig úr 250 metrum í 270+ metra og er meira á brautinni. Hljóðið sem kylfan gefur frá sér gefur þér aukið sjálfstraust og losar þig við stressið sem fylgir því að slá af fyrsta teig fyrir framan fullt af fólki. Kylfan hefur óvenju stóran “Sweet spot” sem er 27 fersentimetrar sem eykur fyrirgefningu. Ég fékk mér þessa kylfu í sumar (lok júní) og lækkaði mig úr 15 í 9 í forgjöf, aðalega vegna þess að teighöggin urðu lengri og beinni.

Kylfan er með regular skafti (sem hentar venjulegum kylfingum mjög vel). Ef fólk er að spá í að fá sér nýjan driver þá er þetta mjög góður kostur og miklu betri kylfur heldur en t.d. Ram og allt þetta dót sem var vinsælt á Íslandi í fyrra. Cobra hefur verið í efstu 3 sætunum fyrir þá sem er með 5-36 í forgjöf í flest öllum könnunum og prófunum sem hafa verið gerðar í Bandaríkjunum og fleiri löndum, þær eru margverðlaunaðar og hafa oft fengið svokölluð “Best buy” og “Best value” verðlaun.

Eins og glöggir hugarar hafa tekið eftir þá var ég búinn að setja hana á sölu í desember og var verðið þá 25.000 kall (sem er frekar gott). Ég hef hins vegar ákveðið að lækka verðið í 23.000 kr. stgr.


Tilboðin skulu sendast á netfangið: iam2cfc4u@yahoo.com
einnig er ykkur velkomið að senda mér póst hér á huga.
<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Trying is the first step towards failure.</i><br><hr>
<b><font color=“Blue”><a href="http://www.chelsea.is/">ÁFRAM CHELSEA!!!</a></b></font