Ég var að velta fyrir mér hvort einhvhver hér er að nota 983k og hvaða skaft þið notið, og kannski hvaða sveifluhraða þið eruð með!

Ég er að hugsa um að fá mér driverinn með Harrison 2.5 titanium skafti, ég er með 105-110 mph sveifluhraða. Skaftið er held ég regular/firm en það er stytt um eina tommu og þeir í Golfbúðini Strandgötu segja að það eigi að vinna eins og stiff skaft! Þeir segja að Birgir Leyfur og Helgi noti sama skaftið! Hefur einhver af ykkur reynslu af þessum sköftum?

En það væri gaman að heyra hvaða sköft þið eruð að nota á þessa kylfu og hvernig það er að virka.

Takk fyrir,
Bindi