Nokkrar breytingar hafa orðið á heimslistanum að undanförnu. Gott gengi Ernie Els var ekki nóg til að halda öðru sætinu því Vijay Singh hefur spilað frábærlega síðustu 10 mót sín (aðeins einu sinni fyrir utan topp 10) og t.d. í síðustu 3 mótum hefur hann unnið einu sinni og verið í 2. sæti tvisvar.

Singh er kominn í 2. sætið sem er hans besti árangur til þessa. Svíinn Fredrik Jacobsen er í 19. sæti (hoppar upp um 22 sæti eftir að hafa unnið Volvo Masters) sem er einnig hans besti árangur til þessa.

Svona er listinn:
<b>
1. Woods 17.03
2. Singh 10.45
3. Els 9.15
4. Love III 8.31
5. Furyk 7.66
6. Weir 7.25
7. Toms 5.90
8. Goosen 5.89
9. Perry 5.69
10. Harrington 5.51</b>

<i>Tölurnar fyrir aftan nöfnin sýna meðal stigafjölda.</i>

Hérna má sjá listann í heild sinni: <a href="http://www.owgr.com/rankings/default.sps">Heimslistinn 4/11/2003</a>
<br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-