Jæja, nú er fyrsti hringur búinn hjá Íslendingunum fjórum sem eru að reyna að komast í gegnum úrtökumótin fyrir European Tour.

Sigurpáll og Björgvin léku vel og eru í 3. - 5. sæti á 70 höggum eða -2 undir pari. Ólafur Már og Birgir Leifur léku á fimm höggum meira og eru í 37. - 53. sæti.

Allir spila þeir á Five Lakes vellinum í Englandi en samtals 600 manns taka þátt á fimm völlum (einnig er leikið í Þýskalandi og Frakklandi).

Hverju spáið þið um framhaldið? 40 manns komast áfram í næsta mót, verða þeir allir með í því eða??

Hérna má fylgjast með gangi mála: <a href="http://www.europeantour.com/tournaments/roundscores.sps?iRound=1&iTourNo=2003983&id=2003983">Úrtökumót nr. 1</a><br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-