Ég er að spá í að fá mér 983K dræverinn fyrir næsta sumar, hef prófað hann og komist að því að þetta er frábær kylfa. Það sem ég er helst að velta fyrir mér er hvaða skaft er best fyrir hann. Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið mjög einstaklingsbundið og best sé að prófa sig áfram, en því miður er sá möguleiki sjaldnast til staðar hér á landi því að aðstæður til að prófa kylfur hjá golfbúðum hér á landi eru frekar bágbornar.

Ég prófaði hann með Titleist 4560 skaftinu og 10,5° fláa, sló mjög beint með smá draw-i en kannski fullhátt fyrir minn smekk, enda ætla ég að fá mér með 9,5° fláa. Þó að ég hafi slegið vel með þessu skafti þá hef ég heyrt að það sé það sísta sem er í boði fyrir þennan dræver. Hefur einhver hér einhverja reynslu af hinum sköftunum, Prolite, Fujikura Speeder eða YS-6?
Ég er með 4 í forgjöf, slæ u.þ.b. 230 m að meðaltali með ERC drævernum mínum og er með frekar rólega sveiflu. <br><br>jogi - smarter than the average bea
jogi - smarter than the average bear