Ég held að landsliðsþjálfari og hans hópur af snillingum sé að fara á kostum…
Hvað er málið??? Erum við enn með þennan gamladags hugsunarhátt að íslendingar séu júmbóarnir á norðurlöndunum.. Ég hélt ekki en hvað er þá málið? Væri ekki kannski bara í lagi að velja einhverja sem geta eitthvað, þetta er nú ekki keppni í hver er með skrautlegustu sveiflurnar :)
Mér þætti gaman að vita hver hugsunin sé á bak við þetta val. Ég held að hún sé svo djúp að þeir sem standa að valinu séu hreinlega orðnir alveg grillaðir.
Þetta á að vísu ekki við allan hópinn.
Hvernig væri að senda einhveja sem lagt hafa mikið á sig og spila bærilega á hverjum tíma fyrir sig…? Hmmm góð hugmynd kannski maður komi henni á framfæri???? Og til dæmis væri hægt að nota mótaröðina til viðmiðar.? Hún skiptir jú gríðarlegu máli þegar kemur að vali í liðin, eða þannig!!!!


Gaman væri að heyra fleiri p´ælingar..