Það hefur verið nokkur umræða að skapast um forgjafarsvindlara og er það af hinu góða. Ég samt furða mig á því hvað lítið hefur verið talað um Texas Scramble og önnur mót þar sem er ekki hægt að lækka sig. Ég veit um nokkra menn sem hafa einmitt verið að stunda þessi mót og fara í ekkert annað. Til dæmis má nefna einn sem hefur unnið eitthvað í held ég öllum Texas mótum sem hann hefur farið í og þar á meðal 2 utanlandsferðir. Hann er einmitt skráður með tuttugu og eitthvað í forgjöf, en ég veit persónulega að hann ætti að vera nálægt tíu í forgjöf!
Það merkilega við þetta mál er það hvað forgjafanefnd klúbbsins (GS) er óvirk. Hún hefur það vald að láta mann spila til nýrrar forgjafar ef hún telur að leikmaður sé að spila á vitlausri forgjöf. En nei, í stað þess að gera það að þá dásama GS-ingar það hversu klúbbfélögunum gengur vel í mótum í sumar.

Þetta er til háborinnar skammar!!!