Sælir. Jæja nú vantar mig álit ykkar á wedgum. Ég er að fara fá mér ný fleygjárn (56° og 60°) og hef litla reynslu af þessum merkjum. Nýlega prófaði ég Cleveland og líkaði vel, og þarf að fara prófa Titleistinn.
Um daginn las ég um Titleist Wokey að þeir væru alveg brilliant við grínin og frábær tilfinning, en gallinn við þá væri í lengri höggum að maður missi mikla lengd ef maður hittir ekki alveg á miðjuna. Nú getið þið sem eruð að spila með þessu sagt mér hvort þetta sé rétt, eða bara einhver steypa.
Mér þætti gaman ef einhverjir sem hafa reynslu af báðum týpum, já eða einhverjum öðrum, myndu segja hvað þeim finnst um kosti og galla kylfanna.