Mig vantar þokkalegt kvennasett. Ég er byrjandi, hef aðeins spilað í 1 ár og var með eldgamalt 1/2 sett sem ég fékk lánað, svona til að athuga hvort golfið ætti við mig. Nú get ég bara ekki hætt og langar til þess að eignast mitt eigið sett. Það þarf ekki að vera neitt svaka flott, aðeins að það gagnist mér í fáein ár á meðan ég er að læra þetta. Nú ef þið hafið einhverjar ráðleggingar varðandi hvað ég ætti að kaupa þá væru þær auðvitað vel þegnar. Ef þið hafið eitthvað sem gæti hentað mér (n.b. ég er algjör strympa - 157cm) þá væri vel þegið að fá tölvupóst á budgie@islandia.is

Kveðja.

B.