Töluvfyritækið Nýherji sem undanfarin ár hefur staðið fyrir komu þekktra kylfinga hingað til lands tilkynnti í morgun hvaða kylfingar það væru sem kæmu til Íslands í sumar til að taka þátt í Canon PRO/AM 2003 á Hvaleyrinni. Það verða hinir þekktu kylfingar Justin Rose og Peter Baker sem munu etja kappi við fremstu kylfinga landsins 28. júlí n.k.
Justin Rose er frá Englandi, fæddur 1980 en hann komst í kastljósið 1998, þegar hann lék sem áhugamaður á The Open og endaði þar í 4. sæti. Á síðasta ári sigraði hann á fjórum mótum, m.a. Victor Chandler British Masters og Dunhill mótið sem voru hluti af Evrópsku mótaröðinni. Justin er nú á Augusta National að taka þátt í The Masters og vonandi nær hann að vera þar í sviðsljósinu.
Peter Baker er ekki eins þekktur kylfingur en hann hefur leikið á Evrópsku mótaröðinni undanfarin ár. Árið 1993 var Baker m.a. í Ryder liði Evrópu.
<br><br>Tékkið á síðunni minni http://kasmir.hugi.is/lemiux