Langaði aðeins til að láta ykkur vita af þessari síðu.

The Amateur Order of Merit.
http://www.aomgolf.com

Um er að ræða nokkurns konar stirkleikalista yfir áhugamenn í golfi í allri evrópu. Athugið að til að komast á listann þá þarf að borga 10 pund.

Færðir eru inn fjórir bestu hringirnir yfir sumarið, frá 5.apríl til 28.september,(aðeins hringir úr mótum því það þarf að staðfesta hringinn svo að hann sé tekinn gildur. Gott að benda á vef Golf.is því þar eru alltaf staðfest úrslit.)

* Það er í lagi að senda inn skor úr opnum eða lokuðum mótum.
* Ekki er í lagi að senda inn skor úr unglingamótum.
* Það er í lagi að senda inn skor úr mótum sem haldin voru á heimavelli eða öðrum velli hvaðan að úr evrópu.
* Öll skor sem eru send inn verða að vera einn 18 holu hringur, högg- eða Stableford leikur þar sem klúbbur hefur stjórnað sem einnig er gildur til forgjafarbreytingar.
* Keppandi mun skrá netto skor sitt eftir högg- eða Stableford leikkerfi úr því móti sem hann hefur teki þátt í.

Athugið að keppandi ber sjálfur ábyrgð á því að skila inn skori til AOM í gegnum netið en það er frekar auðvellt ferli. Einnig er ekki liðið að keppendur séu að senda inn einhver bull skor því að þau eru ekki tekin gild nema hægt sé að sanna þau. (www.golf.is - úrslit móta)

Í lok tímabilsins eru að lágmarki þeir 5 efstu í hverju forgjafarflokki boðið að taka þá í tveggja daga móti í Portúgal. Þar er keppt um titilinn evrópumeistari áhugamanna hvert ár.

Það eru 6 forgjafarflokkar í boði fyrir en þeir eru:

kk. forgjöf 0-5
kk. forgjöf 6-12
kk. forgjöf 13-20
kk. forgjöf 21-36

kvk. forgjöf 0-18
kvk. forgjöf 19-36

Það eru svo 4 “Zone” sem eru:

Zone 1. Stóra Bretland og Írland
Zone 2. Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Ísland og Finnland
Zone 3. Austurríki, Belgía, Þýskaland, Holland, Lúxemburg og Sviss
Zone 4. Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Spánn.


Hvet ykkur til að kíkja á heimasíðuna. Skoðið dæmið því að þetta var mjög spennandi í fyrra.

http://www.aomgolf.com

Með von um gott golf ár
Ólafu