Fyrir ekki löngu síðan fékk Golfklúbbur Suðurnesja aðstöðu á Hafnargötunni í gamla “HF” húsinu.

Ráðist var í að breyta húsnæðinu þar sem áður var mikil fiskvinnsla. Í dag er allt gjörbreytt og eru GS-ingar með eina flottustu æfingaraðstöðu fyrir golfarann.

Í dag þá eru innanhús tvö púttgrín ásamt því sem fólk getur slegið í net. Fyrir stuttu síðan bættist við æfingaraðstöðuna glænýr og flottur hermir með u.þ.b. 8 völlum sem eru spilanlegir. Aðgangur í herminn er opinn fyrir alla og er hann mikið nýttur.

Nokkrir hlutir eru þarna líka til afþreyingar einsog eitt stk snókerborð. En í gær bættist við annað snókerborð glænýtt og munu bæði borðin verða í notkun.

Golfklúbbur Suðurnesja hefur undanfarið skartað mjög góðum golfleikurum og er æfingaraðstaða og góður mórall stór hluti af velgenginni.

Vonandi að allir sjá sér fært einhverntímann að kíkja á þetta.