Ég kom í gær heim frá Ventura, Florida sem er Country Club í jaðri Orlando. Ég var þarna í 17 daga og spilaði þrjá golfhringi á einum velli. Ventura Golf Course er nokkuð nýr völlur, par 70 og sirka 5800 metra langur. Á honum eru 6 par 3 holur, 4 par 5 holur og 8 par 4. Eins og ég sagði er völlurinn ekki sérlega langur en nokkuð er mikið af trjám þarna og fullt af vötnum. Ég spilaði þrjá hringi og var kominn úr nokkurri æfingu og spilaði alls ekki vel. Fór fyrst á 85, Svo á 82 og á síðasta hringnum endaði ég á 84 eftir að hafa endað á double-bogie á síðustu 4 holunum og setti bolta í vatn á öllum þeirra en ég var reyndar að spila frekar vel þann dag en endaði bara einfaldlega bara illa og það má ekki gera.

Ég ætla aðeins að lýsa vellinum.

1. par5-460 m.
2. par3 130 m
3. par3 155 m
4. par4 305 m vatn
5. par4 250 m vatn
6. par5 480 m vatn
7. par3 195 m vatn
8. par4 290 m vatn
9. par4 300 m vatn
10.par5 500 m vatn
11.par3 170 m vatn
12.par4 240 m
13.par5 430 m vatn
14.par3 165 m vatn
15.par4 300 m vatn
16.par3 120 m vatn
17.par4 340 m vatn
18.par4 330 m vatn

lengdirnar eru sirkaðar út frá jördum… og mínu minni. Eins og ég sagði Fullt Af Vatni.
ég er ekki bara líffæri