Sælir kylfingar,

Hvað finnst ykkur um Toyota-mótaröðina, persónulega finnst mér vanta eitthvað uppá til þess að gera hana eins glæsilega og hún virkilega gæti orðið.

Til dæmis þá er síðasta mótið leikið einhvern tímann í september og nánast ekki nokkur maður sem mætir þangað.

Mér finnst líka að sá sem stendur uppi sem sigurvegari á mótaröðinni eigi að fá landsliðssæti, svo það sé nú að einhverju að keppa fyrir okkar bestu menn.

Það mætti líka stórauka umfjöllun um mótaröðina. Vissulega er Sýn með þætti frá mótunum en það mætti samt auka umfjöllunina verulega.