Nokkur umræða hefur skapast hér á Suðurnesjum um notkun gervigrasa á golfvöllum. Sumir eru mjög hlyntir gervigrasinu og segja vera börgun á vandamálum margra klúbba og vilja þeir setja á alla teiga og þá þurfi ekki lengur að hafa áhyggjur af viðhaldi teiga. Aðrir vilja ekki sjá gervigras á golfvöllum og finnst það að hafa gervigras á vellinum, vera glötun alls sem golf stendur fyrir. Sjálfur hef ég slegið ófá högg á gervirasi og finnst því miður ekki nógu gott. Reyndar er mottan sem er á 7. teig í Leirunni ágæt, en ekkert kemur í staðin fyrir gott gras undir fæturna. Mér finnst einnig mjög slæmt að spila í opnu móti og þurfa að slá á gervigrasi, þegar það er fagrugrænt gras allt í kringum mottuna, og í raun er það mín skoðun að gervigras ætti að nota takmarkað, og þá aðeins í neyð. Það gæti verið gott að setja á motturnar þegar mikil væta er og eftir mót til að hvíla teigana.
En hvað segja Huga-menn og -konur um þetta? Er gervigrasið glötun alls sem golf stendur fyrir, eða sú björgun sem við höfum leitað eftir? Á kanski byggja upp flatir með gervigrasi??