Hvernig haldið þið að golf árið 2003 verði. Hverjir verða Íslandsmeistarar og hverjir eiga eftir að koma á óvart. Að mínu mati held ég að SiggiPalli eigi eftir að vera bestur annað árið í röð og Hebba í kvennaflokknum, þar sem Ólöf María er farin í atvinnumennskuna. Margir eru líklegir til þess að koma á óvart á næsta ári svo sem Þórður Gissurarson og ungur drengur úr GK sem heitir Hilmar, en ég veit að hann hefur verið að æfa á fullu í vetur. Maggi Lár gæti orðið góður, ef hann nær að losna undan þessari jójó spilamennsku sinni og fer að vera stapílli. Að vísu er slæmt fyrir Mosfellinga að hafa misst að mínu mati besta barna og unglingaþjálfara landsins hann Árna. Hver haldiði að geti tekið við af honum?