Núna þegar ég skrifa þessa grein (sem ég vona að verði samþykkt) þá eru 20mínútur síðan að ég var uppi í Hole in One að borga fyrir nýju fínu kylfur mínar. Þær heita Taylor Made 360 (3-PW) og eru með R-80 (regular) sköftum og eru hreint út sagt frábærar! Ég fékk þær með 35% afslætti vegna þess að þeir eru að rýma fyrir nýju Taylor Made kylfunum (RAC). Þær áttu að kosta 89.000kr. en eins og ég sagði þá fékk ég þær með 35% afslætti og því kostuðu þær aðeins 58.000kr. Ég hef verið að safna fyrir kylfu í tvö ár og nú tók ég fysrta skrefið að nýju setti, í vor/sumar ætla ég svo að kaupa King Cobra SS 427 9° Titanium Driver með Graphite skafti, King Cobra SS 18° 5tré og wedges (approach,sand og lob) sem ég er ekki búinn að ákveða tegundina á þó að ég sé heitur fyrir Cleveland wedgsunum. Þetta eru frábærar kylfur og skiljanlega er ég alveg í sjöunda himni =). Ég bíð með svakalegri eftirvæntingu eftir sumarinu, en þangað til ætla ég að vera á fullu að æfa mig niðri í Sporthúsinu sem að mínu mati er lang besta inniæfinga aðstaða á landinu!