Verið sæl og blessuð.

Það sem ég ætla nú að skrifa um eru golfkennararnir í klúbbum.

Ég er í GR og er á afreksæfingum þar á bæ. Kennarinn okkar ( Derrick Moore heitir sá maður ) er með 2 æfingar á viku í eina klukkustund hvor um sig niður á Korpu. Hann er núna að fara helst yfir sveifluna okkar og er líka að hjálpa okkur með stutta spilið.
Satt að segja finnst mér kennarinn minn vera sá besti sem ég hef haft. Hann hlustar á mann og er góður félagi manns. Svo er hann náttúrulega mjög góður kennari líka!
Persónulega finnst mér að kennarar þurfa að vera með góða samskiptihæfileika. Eiginlega jafnmikið og golfþekking hans, vegna þess að ef kennarinn hlustar ekkert á mann og segir bara hvað maður á að gera þá fer kannski allt í vaskinn og nær enginn árangur hefur nást. Ef þeir hlusta á mann og vinna á það sem maður er að kvarta yfir þá gengur allt miklu betur ( allavegna hjá mér ). Mér finnst voða margir vanta þann hæfileika. Hvað finnst ykkur um ykkar kennara?
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.