Sælir golfarar enn og aftur :-D

Núna er viðfangsefnið um golfbúðir:

Á Íslandi eru ekki margar “ alvöru ” golfbúðir. Ég tel Nevada Bob vera golfbúð, golfbúðina Strandgötu vera líka golfbúð, Hole in one, og svo er spurning um hvort Albatros í firðinum flokkast undir það sama ( undir ykkur komið hvort þið teljið hana vera golfbúð eður ei ).
Úrvalið finnst mér vera nokkuð gott, en kannski mættu vörurnar vera aðeins ódýrari en þær eru í dag. Satt að segja finnst mér vanta meira af golfbúðum. Mér finnst vanta meiri samkeppni í golfvörum hér á landi. Ef minnið þjónar mér rétt minnir mig að það sé engin svona “ ágætis ” golfbúð út á landi. Allar frekar litlar sem selja bara kúlur og hanska, sem lætur fólk koma hingað til Reykjavíkur og prufa golfsettin sem eru í boði þar. Þótt að það sé ekkert mikill business að reka búð eins og á Akureyri, þá þarf samt sem áður búð sem hægt er að kaupa sett og poka. Þarf ekki að vera stór, bara nóg.

- Links

- “ Þar sem eru fleiri en þrjú tré… þar er skógur ”
- Guðni Ágústsson
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.