Ernie Els heimsmeistari!!! Heimsmeistaramótið í holukeppni var haldið 17-20 október á Wentworth vellinum í Englandi. Þar tryggði Ernie Els sinn fjórða titil þegar að hann lagði spánverjann Sergio Garcia eftir spennandi keppni.

Þegar búið var að spila 35 holur af 36 var hætt vegna þess að Els var með tveggja holu forystu. Garcia sló út Ný-Sjálendinginn Michael Campbell í undanúrslitunum en Els vann Fíjíbúann Vijay Singh.

Í fjórðungsúrslitunum mættust Vijay Singh og Retief Goosen og vann Singh nokkuð örugglega. Ernie Els spilaði frábærlega þegar að hann lagði skotann Colin Montgomerie örugglega. Hann var með 6 vinninga þegar að fimm holur voru eftir þannig að ekki þurfti að spila meira.
Sergio Garcia vann svo Padraig Harrington 21 og Michael Campbell vann Ian Woosnan með nokkrum yfirburðum 32, en Woosnan vann í fyrra á mótinu.

Í fyrstu lotu mótsins kepptu þeir Michael Campbell og Nick Faldo. Michael Campell vann naumlega en þeir þurftu að fara í framlengingu og þeir spiluðu 43. holur og var sú viðureign sú lengsta í sögu mótsins en gamla metið var 40 holur.
Einnig kepptu Colin Montgomerie og Fred Funk og þar vann Montgomerie. Vijay Singh vann Justin Rose. Padraig Harrington vann Kanadamanninn Mike Weir léttilega 43.

<a href="http://www.mbl.is">heimildir.</A
——