Draumalið Ryder Cup Þar sem að Ryder Cup er búin og allir rosa glaðir yfir að Evrópa vann:Þ hef ég ákveðið að búa til mína útgáfu af draumaliði Ryder Cup.
Ég vona að þetta nái að lífga eitthvað upp á þetta áhugmál.

En svona er mitt draumalið fyrir Evrópu.
1.Colin Montgomerie. Þessi maður er hreint ótrúlegur og spilaði manna besta á mótinu.
2.Sergio Garcia. Spilaði hreint ótrúlega fyrstu tvo dagana.
3.Bernhard Langer. Þessi gamli kylfingur spilaði mjög vel alla dagana og þess vegna fynst mér að hann eigi að vera hér.
4.Padraig Harrington. Þessi maður var að spila ótrúlega þennan þriðja dag á mótinu.
5.Lee Westwood. Hann var að spila ótrúlega vel miðað við heimslista stöðu og ég held að hann eigi eftir að lækka um allavegana 50 sæti þar.
6.Niclas Fasth. Hann var að spila ótrúlega vel seinasta daginn.
7.Paul McGinley. Hann setti niður púttið sem að vann mótið og spilaði mjög vel.
8.Phillip Price. Hann spilaði mjög vel á móti næst besta kylfingi heims.
9.Thomas Bjorn.Hann spilaði ótrúlega vel fyrsta daginn.
10.Jesper Parnevick.Hann náði að jafna þennan besta kylfing heims.
Þeir sem að ekki komust á listann voru bara ekki að spila nógu vel að mínu mati.

Draumalið Bandaríkjanna.

1.Phil Mickelson.Hann sýndi það og sannaði að hann er einn af bestu kylfingum heims.
2.David Toms.Mér fannst hann bara að vera að spila alveg frábærlega á þessu móri.
3.Tiger Woods.Margir mundu hafa hann ofar en mér fannst hann ekki vera að spila neitt vel.
4.Davis Love III.Hann var að spila vel á þessu móti og þess vegna finnst mér að hann ætti að vera í fjórða sæti.
5.Jim Furyk.Hann var að spila mjög vel á síðasta degi en missti það aðeins í lokin.
6.Scott Verplank.Hann rústaði Westwood og sind að hann sé ekki ofar.
7.David Duval.Mér fannst hann ekki vera að spila neitt stórkostlega þannig að ég set hann bara í sjöunda sæti.
8.Scott Hoch.Að spila vel fyrri dagana en fannst hann ekki mjög góður á móti Montgomerie.
9.Mark Calcaveccia.Hann spilaði bara ekki nógu vel á móti Harrington.
10.Stewart Cink.Spilaði ekki nógu vel að mínu mati.
Þeir sem ekki eru á listanum spiluðu bara ekki nógu vel að mínu mati.

Þetta var minn listi af hverju liði fyrir sig, en hér kemur hins vegar listinn bara yfir mótið.

Draumalið Ryder Cup að mínu mati.

1.Colin Montgomerie.
2.Sergio Garcia.
3.Phil Mickelson.
4.David Toms.
5.Bernhard Langer.
6.Tiger Woods.
7.Paraig Harrington.
8.Lee Westwood.
9.Davis Love III.
10.Jim Furik.

Sendið nú ykkar lista og reynum að lífga aðeins upp hér;)
——