Ryder Cup bara búin þá er 34. Ryder Cup búið og voru seinustu mínuturnar alveg æsispennadi.
Evrópa unnu þetta þetta eftir 3. metra langt pútt frá Paul McGinley en hann keppti á móti Jim Furyk.
Eftir að púttið fór niður var fögnuður allsráðandi og stukku
Liðsmenn Evrópu inn á völlin og fögnuðu McGinley. Sam Torrance fyrirliði Evrópu brast í grát eftir að geðshræringin var búin.
Þegar að Pierre Fulke og Davis Love III heyrðu hver hefði sigrað sömdu þeir um jafntefli.
Tiger Woods og Jesper Parnevick voru hins vegar ekkert að fara að hætta og spiluðu þeir út 18 holuna.
Í dag var spilað tvímenningur. Þar eru bara einn að keppa á móti einum.
Sam Torrance stillti liðinu þannig upp að þeir bestu komu fyrst og það
herbragð hefur greinilega virkað.

Í fyrsta holli lék skotinn Colin Montgomerie á móti Scott Hoch
Montgomerie var að spila alveg stórkostlega enda var sigur hans aldrei í
hættu. hann náði forystunni strax á fyrstu holu og hélt henni nánast til loka
og hættu þeir að spila á 14. holu þar sem að Monti var með fimm stiga forystu.

Í öðru hollinu léku Sergio Garcia og mótherji hans David Toms.
Sergio gaf leikinn á 18. eftir að hafa skotið út í vatnið.

Í þriðja holli lék Darren Clarke á móti David Duval. Clarke byrjaði betur og
náði yfirhöndinni strax eftir fyrstu holu. Leikurinn endaði sem jafntefli.

Í fjórða holli lék þjóðverjinn Bernhard Langer á móti Bandaríkjamanninum Hal Sutton.
Langer spilaði miklu betur allan leikinn og hættu þeir á 15 holu.

Fimmta holl. Hér léku Padraig Harrington og Mark Calcaveccia á móti hverjum öðrum.
Úrslitin urðu þannig að Harrington bara burstaði Calcaveccia, enda þurftu þeir ekki að leika lengur en á 14. holu því yfirburðir Harringtons voru það miklir.

Sjöttir til að leika af teig þennan seinasta dag Ryder bikarins voru Thomas Bjorn og mótherji hans Stewart Cink.
Thomas náði að komast yfir á 5. holu og hélt hann sér fyrir ofan
hans alveg á 17. holu en þeir þurftu ekki að leika lengur.

Sjöunda hollið í dag. Lee Westwood lék á móti Scott Verplank. Verplank var bara miklu betri í leiknum og átti Westwood aldrei mikla möguleika.
Verplank tók forystuna strax eftir fyrstu holuna og hélt henni þangað til á 17. en þar hættu þeir leik.

Í áttunda hollinu voru þeir Niclas Fasth og Paul Azinger. Fasth var allan leikin yfir en á
síðustu holu náði Azinger að knýja fram jafntefli með fugli.

Níunda hollið var það holl sem að réð úrslitum í mótinu en þar léku Paul McGinley og Jim Furyk.
Furyk var að vinna allan leikinn en á 17. náði McGinley að jafna og hélt jöfnu
til leiksloka.

Í tíunda holli vöru Frakkinn Pierre Fulke og Bandaríkjamaðurinn Davis Love III.
hérna var staðan mjög jöfn og endaði sem jafntefli.

Ellefta hollið var örugglega það holl þar sem að úrslitin komu hvað mest á óvart en þar léku Phillip Price og Phil Mickelson en Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum.
Price var betri aðilinn í leiknum og þurfti ekki að leika lengur en á 16 holu.

Tólfta og síðasta hollið var líka mjög spennandi en þar kepptu Jesper Parnevick og Tiger Woods.
Tiger var aðeins betri í leiknum en á 10. náði Parnevick að jafna og síðan skiptust þeir á að
vera að vinna. Þessi leikur endaði síðan með jafntefli.

Ég vil biðjast fyrirgefningar á öllum stafetningarvillum og venjulegum villum sem að í textanum
kunnu að leinast.<a href="http://www.rydercup.com">heimildir</a>.
——