Staða í Ryder Cup eftir annan daginn Annar dagurinn í Ryder Cup er þá búinn og er staðan alveg hníjöfn bæði liðin með átta stig.
Um morguninn var spilaður “fjórmenningur” eins og var spilað í seinni umferð í gær.
Í seinni umferðinni var hins vegar spilaður “fjórbolti”. En það var eins og var spilað fyrir hádegi í gær.
Á morgun verður hins vegar spilaður tvímenningur það er að segja að einn maður leikur á móti öðrum. Þar eru tólf vinningar í boði.

Í “fjórboltanum” var Evrópa næstum alla umferðina að vinna en á seinni holum náði Bandaríkin að vinna sig upp.

Í fyrsta leik dagsins léku Kanarnir Phil Mickelson og David Toms við þá Phillip Price og Pierre Fulke.
Bandaríkin voru sterkari aðilinn í leiknum og var hætt á 16. holu því að úrslitin voru ljós.

Í öðrum leiknum voru það félagarnir Sergio Garcia og Lee Westwood sem voru saman í liði en þeir höfðu verið saman í liði síðan keppnin byrjaði á föstudaginn. Mótherjar þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Stewart Cink. Það var aldrei vafi um sigur þeirra Evrópumanna því þeir náðu forystu strax á fjórðu holu og héldu henni til enda.

Þriðji leikur. Bretinn Colin Montgomerie og Þjóðverjinn Bernhard Langer eru góðir vinir enda hafa þeir spilað alla leiki saman og ekki var hér breyting á en mótherjar þeirra þennan leik voru Scott Verplank og Scott Hoch. Evrópumennirnin tóku þetta frekar auðveldlega og þeir voru yfir næstum allar holurnar. Bandaríkjamennirnir náðu þó aðeins að jafna þegar að fjórar holur en Monti og Langer náðu þó að vinna þetta á síðustu tveim.

Í fjórði og seinasta leiknum í fyrri umferðinni voru það Evrópumennirnir Darren Clarke og Thomas Bjorn sem að kepptu á móti Tiger Woods og Davis Love III. Bandaríkjamennirnir völtuðu yfir þá Clarke og Bjorn og þurfti aðeins að hætta á 15. holu þar sem að Woods og Love voru komnir 4 yfir.

Fyrsti leikurinn í seinni umferð var soldið spennandi en þeir David Duval og Mark Calcavecchia sem að kepptu við svíana Jesper Parnevick og Niclas Fasth. Svíarnir höfðu yfirhöndina nær allan tímann en á 13 holu snerist blaðið við og bandaríkjamennirnir náðu að jafna og síðan vinna.

Í öðrum leiknum eða sjötta leiknum léku fyrir Evrópu Colin Montggomerie og Padraig Harrington við þá Phil Mickelson og David Toms sem léku fyrir Bandaríkin.
Aldrei var efi um hver mundi vinna. Evrópumennirnir voru bara mikklu betri og náðu yfirhöndinni strax á annari braut og héldu henni þar til enda.

Þriðji leikurinn var ansi spennandi en þar léku Sergio Garcia Lee Westwood við þá Tiger Woods og Davis Love III.
Eins og áður sagði var þetta spennandi leikur þar sem að bæði liðin skiptust á að vera að vinna.

Fjórði og síðasti leikurinn í dag var á milli Darren Clarke og Paul McGinley sem að léku fyrir Evrópu og Jim Furik og Scott Hoch sem að voru Bandaríkjamenn og léku þar af leiðandi fyrir Bandaríkin. Bandaríkjamennirnir voru að vinna næstum allan leikin.

Síðan á morgun er síðan tvímenningurinn eins og áður segir.
Mín spá er að Bandaríkin vinni þetta á morgun en það verður spennandi að fylgjast með.

Ég vil biðjast fyrirgefningar á öllum þeim villum og stafsetningarvillum sem að í þessum texta kunna að leinast.
——