Toyota Mótaröðin Síðasta mótið á Toyotamótaröðinni lauk nú síðdegisá sunnudag í Leirunni(GS). Í karlaflokki sigraði Örn Ævar Hjartarsson GS en hann lék hringina 3 á 216 höggum.
Í öðru sæti varð Pétur Óskar Sigurðsson GR, en hann sigraði Sigurpáll Geir Sveinsson GA í bráðabana um sætið.
En þeir voru jafnir að loknum 3 hringjum á 224 höggum.

Sigurpáll sem fyrir mótið var með forystu á Toyotamótaröðinni tryggði sér stigameistaratitilinn með því að vera í 3. sæti á mótinu.

Í kvennaflokki sigraði Herborg Arnarsdóttir GR en hún lék 2 hringi á 153 höggum og í öðru sæti varð Þórdís Geirsdóttir GK á 159 höggum og Ragnhildur Sigurðardóttir GR í 3. sætí á 163 höggum.
Herborg tryggði sér þar með sigur á Toyotamótaröðinni, en hún var jafnframt í forystu fyrir mótið.

En úrslit mótsins voru sem hér segir.
Karla
1 Örn Ævar Hjartarson GS 216
2 Sigurpáll Geir Sveinsson GA 224
3 Pétur Óskar Sigurðsson GR 224
4 Helgi Dan Steinsson GS 225
5 Heiðar Davíð Bragason GKJ 225

Kvenna
1 Herborg Arnarsdóttir GR 153
2 Þórdís Geirsdóttir GK 159
3 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 163
4 Tinna Jóhannsdóttir GK 165
5 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 169

heimildir golf.is