Jæja, nú eru aðeins tveir dagar í Íslandsmótið þetta árið. Eins og vanalega þegar Hella kemur nálægt stórmóti þá er spáð hvössu veðri og rigningu, alveg eftir bókinni. Ég hef allaveganna ekki leikið oft á Hellu í góðu veðri og hef ég leikið þar nokkuð oft bæði í stórum og litlum mótum.
En hvað um það. Hver vinnur mótið hlýtur að vera á allra vörum. Hjá mér koma aðeins fjórir upp í hugann og það eru þeir Björgvin Sigurbergsson GK, Örn Ævar Hjartarson GS(reyndar spurning hvernig hann aðlagast íslenskum aðstæðum), Sigurpáll Geir Sveinsson GA og Haraldur Heimisson GR. Mín trú er reyndar sú að ef veðrið verður slæmt þá sigrar Sigurpáll en ef veðrið helst nokkuð gott þá eiga hinir þrír meiri möguleika á sigri. Ekki má samt gleyma hinum stórskemmtilega Sigga Pé því ef hann er í réttum fíling þá er voðinn vís enda snillingur þar á ferð. Ástæðan fyrir því að ég tel Ólaf Má ekki eiga möguleika er sú að hann sigraði í shoot-out keppninni á nesinu í gær og sá sem hefur sigrað þá keppni hefur aldrei orðið Íslandsmeistari sama ár.

Með von um smá umræðu
tuminn