Jæja, nú eru búinn tvö stigamót í íslensku mótaröðinni og hafa báðir sigurvegararnir komið mér á óvart. Helgi Dan spilaði nátturulega frábærlega í Eyjum, þvílíkt skor sem drengurinn var að spila á. Svo í seinna mótinu kemur annar Akurnesingur Ingi Rúnar og sigrar á frekar lélegu skori en veðrið var ekki til að hrópa húrra fyrir. Ef ég verð að segja eins og er þá var ég búinn að gleyma báðum þessum mönnum og taldi þá ekki til mikilla afreka í sumar en þeir hafa komið mjög á óvart. Hins vegar kom mér ekkert á óvart að sjá Sigurpáll Geir í öðru sæti í báðum mótunum og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann sigraði þessa mótaröð í sumar því drengur er að slá eins og engill. Mestu vonbrigði mín enn sem komið er, er að sjá ekki Harald Heimir í toppsætum í þessum fyrstu tveimur mótum en hann hlýtur bara að ætla að koma með “comeback” seinna í sumar :) Mín spá er svo að Sigurpáll vinni þetta.